fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Systir Ronaldo tjáir sig á ný og heldur ekki aftur af sér

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 20. desember 2022 14:00

Katia Aveiro ásamt bróður sínum, Cristiano Ronaldo.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katia Aveiro, systir stjórstjörnunnar Cristiano Ronaldo, er ekki þekkt fyrir að halda aftur af sér. Hún hefur oftar en ekki komið bróður sínum til varnar opinberlega.

Nú hefur Aveiro sagt að Heimsmeistaramótið í Katar, sem er nýlokið, hafi verið það versta í sögunni.

Argentína stóð uppi sem heimsmeistari eftir æsispennandi úrslitaleik við Frakka á sunnudag. Lionel Messi skoraði tvö marka Argentínu en Kylian Mbappe gerði öll mörk Frakka í 3-3 jafntefli. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

„Versta HM allra tíma. Sem betur fer fengum við frábæran úrslitaleik. Þvílíkur leikur. Til hamingju Argentína,“ skrifar Aveiro á Instagram.

Ronaldo átti alls ekki gott mót og var orðinn varamaður hjá portúgalska liðinu áður en það féll úr leik í 8-liða úrslitum.

Aveiro hrósar hins vegar Mbappe fyrir frammistöðu sína á mótinu. Nú er kappinn alls kominn með tólf mörk á Heimsmeistaramótum en hann er aðeins 23 ára gamall.

„Kylian Mbappe. Þessi strákur er rosalegur. Framtíð þín er ansi björt. Ótrúlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið
433Sport
Í gær

Guardiola með djarfa spá – Gæti orðið sá besti í heimi í þessari stöðu

Guardiola með djarfa spá – Gæti orðið sá besti í heimi í þessari stöðu
433Sport
Í gær

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“
433Sport
Í gær

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina

Vongóður um að tveir leikmenn sem meiddust aðeins gegn Liverpool verði með um helgina