Hugo Lloris, markmaður Frakklands, hefur útskýrt hvað gerðist gegn Englandi í 8-liða úrslitum HM.
Harry Kane gat jafnað metin fyrir England í 2-2 undir lok leiks en klikkaði þá á vítaspyrnu gegn Lloris.
Fyrr í leiknum hafði Kane jafnað einmitt af vítapunktinum en var ekki jafn öruggur í seinna skiptið.
Lloris og Kane þekkjast vel en þeir hafa í mörg ár leikið saman með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.
,,Við þekkjumst mjög vel svo ég hugsaði með mér að hann myndi breyta til en hann ákvað að gera það sama og venjulega,“ sagði Lloris.
,,Í seinna vítinu þá fór ég í rétt horn en hann hefur fundið fyrir pressunni og lyfti boltanum of mikið, hann var of ákveðinn. Þetta var mikilvægt augnablik í leiknum.“