Fred, fyrrum framherji brasilíska landsliðsins, vill sjá sína menn mæta Argentínu í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í Katar.
Bæði lið eru komin í 8-liða úrslit. Brasilía mætir þar Króatíu í leik sem er í gangi. Argentína mætir hins vegar Hollandi klukkan 19 í kvöld að íslenskum tíma.
Vinni Argentína og Brasilía sína leiki munu þau mætast í undanúrslitunum. Það er eitthvað sem Fred vill sjá.
„Mig langar að sjá Brasilíu og Argentínu mætast í undanúrslitunum. Ég vil sjá óróa, Neymar fá víti og Messi gráta,“ segir hann.
Ljóst er að mikill hiti yrði ef liðin mætast á stóra sviðinu í undanúrslitum.
Þau mættust einmitt í úrslitaleik Suður-Ameríkubikarsins í fyrra, þar sem Argentína hafði betur með marki frá Angel Di Maria.