fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
433Sport

Aftur vann Króatía í vítaspyrnukeppni – Brasilía úr leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 9. desember 2022 17:47

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilía og Króatía mættust í fyrsta leik 8-liða úrslita Heimsmeistaramótsins í Katar í dag.

Markalaust var eftir fyrri hálfleik, sem spilaðist eftir höfði Króata. Brasilía ógnaði afar lítið.

Brassar voru mun hættulegra liðið í seinni hálfleik og þurfti Dominik Livakovic að verja þó nokkuð í marki Króata.

Boltanum var hins vegar ekki komið yfir marklínuna og því þurfti að grípa til framlengingar.

Þar dró til tíðinda í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Neymar skoraði fyrir Brasilíumenn. Hann var þarna að skora sitt 77. mark og jafnframt jafna met Pele.

Það leit út fyrir að mark Neymar myndi duga fyrir Brasilíu en allt kom fyrir ekki. Bruno Petkovic skoraði fyrir Króatíu úr þeirra fyrsta skot á markið.

Staðan eftir venjulegan leiktíma 1-1 og því var farið í vítaspyrnukeppni.

Þar skoraði Króatía úr fleiri spyrnum og fer áfram í undanúrslit. Þar mætir liðið Argentínu eða Hollandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

38 ára gamall Vardy orðaður við mjög áhugavert skref

38 ára gamall Vardy orðaður við mjög áhugavert skref
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

„Ég væri eiginlega til í að fá mér kaffi með honum og ræða saman“

„Ég væri eiginlega til í að fá mér kaffi með honum og ræða saman“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hafnar Real Madrid og Barcelona – Ætlar til Newcastle

Hafnar Real Madrid og Barcelona – Ætlar til Newcastle
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bruno Fernandes verður ekki seldur

Bruno Fernandes verður ekki seldur
433Sport
Í gær

Sádarnir vilja kaupa félag í næstu efstu deild á Englandi – Viðræður hafa átt sér stað

Sádarnir vilja kaupa félag í næstu efstu deild á Englandi – Viðræður hafa átt sér stað
433Sport
Í gær

Goðsögn hjá United ætlar ekki að endurnýja ársmiða sinn eftir framkomu félagsins

Goðsögn hjá United ætlar ekki að endurnýja ársmiða sinn eftir framkomu félagsins