Tveir aðilar hafa verið handteknir vegna innbrots á heimili Raheem Sterling og fjölskyldu hans á laugardag.
Þjófarnir höfðu á brott með sér skartgripi og úr sem kostar um og yfir 50 milljónir samkvæmt fréttum.
Innbrotið varð til þess að Sterling fór heim af HM í Katar og hefur ekki snúið aftur, óvíst er hvort eða hvenær hann mætir.
Sterling hefur sagt vinum að hann fari ekki aftur til Katar fyrr en það er tryggt að fjölskylda hans sé örugg.
Nú þegar búið er að handtaka tvo menn gæti Sterling upplifað meira öryggi en enska landsliðið hefur ekkert gefið út.