Chelsea reyndi fyrir nokkrum árum að semja við varnarmanninn Danilo D’Ambrosio sem spilar með Inter Milan.
Það er bróðir leikmannsins sem grkeinir frá þessu en hann er stoltur af ákvörðun hans að hafna enska stórliðinu.
D’Ambrosio var á óskalista Chelsea í kringum árið 2016 en þá höfðu Everton og Tottenham einnig áhuga.
D’Ambrosio hefur spilað með Inter Milan undanfarin átta ár og kom þaðan frá Torino árið 2014. Fyrir það lék leikmaðurinn með Juve Stabia ig Potenza.
,,Þeir vildu mikið fá hann en hann ákvað að fara ekki. Ég er stoltur af þeirri leið sem hann hefur tekið,“ sagði tvíburabróðir D’Ambrosio, Dario.
D’Ambrosio hefur verið reglulegur hlekkur í liði Inter undanfarin ár en hann er orðinn 34 ára gamall í dag og á að baki sex landsleiki fyrir Ítalíu.