fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Samkynhneigður maður í Katar opnar sig um ástandið þar í landi

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. desember 2022 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski fréttamaðurinn Rasmus Tantholdt hefur verið virkur í að sýna frá myrku hliðum Heimsmeistaramótsins í Katar. Hann hefur gjarnan komið sér í klandur og kast við lögin þar í landi við störf sín.

Í gær birtist frétt á TV2 þar sem Tandholdt ræðir við samkynhneigðan mann í Katar. Það var ákveðið að kalla manninn Omar þar sem hann er ekki til í að koma fram undir nafni. Samkynhneigð er alls ekki vel liðin í landinu. Rödd hans er einnig breytt og andlitið blörrað.

„Að koma út gæti verið hættulegt. Ég gæti endað í fangelsi eða verið drepinn,“ segir Omar.

Það þarf að passa hvaða fólk maður hefur í kringum sig sem hinsegin manneskja. „Þú verður að velja þinn hring og hafa hann smáan. Því smærri sem hann er því meiri líkur áttu að lifa af.“

Stuðningsmenn og leikmenn á HM í Katar hafa reynt að sýna stuðning við hinsegin fólk á mótinu og var Omar spurður út í það.

„Ef ég á að vera hreinskilinn var þetta fallega hugsað en þetta hjálpar ekki. Þetta hjálpar ekki nema að þú breytir einhverju og að vera með armband í regnbogalitum gerir það ekki. Það var fallegt af þeim að reyna.“

Omar segir yfirvöld hafa beygt reglur aðeins á meðan HM stendur yfir. „Þeir hafa breytt einhverjum reglum sem passa betur við vestræn gildi. Eftir HM held ég að við förum aftur í gömlu reglurnar.“

Omar segir samkynhneigð svo sannarlega til í Katar.

„Það eru menn sem ákveða að gifta sig og hætta að stunda kynlíf með mönnum. Þeir lifa í afneitun. Það eru líka menn sem gifta sig og eignast börn til að samfélagið líti á þá sem „eðlilega.“ Svo halda þeir samt áfram að stunda kynlíf með öðrum mönnum í laumi,“ segir Omar, sem hefur ekki mikla trú á því að viðhorf til samkynhneigðra í Katar breytist á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ótrúlegt afrek Englands – Ekki gerst í yfir 70 ár

Ótrúlegt afrek Englands – Ekki gerst í yfir 70 ár
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Pep Guardiola pirraður á stöðu leikmanns síns

Pep Guardiola pirraður á stöðu leikmanns síns
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sverrir Ingi sár og svekktur en hefur þessi skilaboð – „Á næstu árum sjáum við þetta lið á stórmótum“

Sverrir Ingi sár og svekktur en hefur þessi skilaboð – „Á næstu árum sjáum við þetta lið á stórmótum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Einkunnir eftir að HM draumur Íslands fór í vaskinn – Þreif upp eftir samherja sína og stóð sig eins og hetja

Einkunnir eftir að HM draumur Íslands fór í vaskinn – Þreif upp eftir samherja sína og stóð sig eins og hetja
433Sport
Í gær

Steven Caulker riftir samningi sínum við Stjörnuna

Steven Caulker riftir samningi sínum við Stjörnuna
433Sport
Í gær

Veltu fyrir sér grein hins virta blaðs – „Þeir hafa kannski ætlað að búa til einhverjar fyrirsagnir“

Veltu fyrir sér grein hins virta blaðs – „Þeir hafa kannski ætlað að búa til einhverjar fyrirsagnir“