Marcus Rashford getur unnið gullskóinn á HM að sögn Alan Shearer, markahæsta leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Shearer sá Rashford skora tvö mörk í vikunni í leik gegn Wales en þeir ensku höfðu betur sannfærandi, 3-0.
Rashford hefur nú skorað þrjú mörk á HM til þessa en hann byrjaði á bekknum í tveimur af þremur leikjum liðsins í riðlakeppninni.
Rashford hefur ekki þótt vera upp á sitt besta með Manchester United undanfarna mánuði en er að finna taktinn með Englandi.
,,Marcus Rashford, þvílíkur leikur sem hann átti, þvílíkur seinni hálfleikur,“ sagði Shearer við BBC.
,,Hann var ekki í liðinu í byrjun móts en fær svo tækifærið og skorar, hann er núna á meðal markahæstu leikmanna HM. Hann á góðan möguleika á að vinna gullskóinn.“