Sjónvarpsmenn í Katar voru ansi glaðir i bragði þegar ljóst var að þýska landsliðið væri úr leik á Heimsmeistaramótinu þar í landi.
Ástæðan er sú að þýska liðið hefur verið hvað duglegast að mótmæla þeim mannréttindabrotum sem hafa átt sér stað í Katar.
Fyrir fyrsta leik Þýskalands á HM stilltu allir leikmenn liðsins sér upp og héldu fyrir munn sinn, táknræn athöfn til að mótmæla því að verið væri að banna hitt og þetta til að styðja við hópa sem hafa átt undir högg að sækja í Katar.
Sjónvarpsmennirnir í Katar léku eftir hegðun Þjóðverja í gær, þeir héldu fyrir munn sinn og veifuðu svo í myndavélarnar til að kveðja þýska liðið sem er á heimleið.
Atvikið má sjá hér að neðan
This is how Qatari TV reacted to Germany’s World Cup exit. 👀 #FIFAWorldCup2022 pic.twitter.com/tzdsa4z3co
— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) December 2, 2022