Fred miðjumaður Brasilíu missir þrjú kíló í hverjum einasta leik. Hann hleypur það mikið, frá þessu greinir læknir landsliðs Brasilíu.
Passos segir að hitinn í Katar og rakinn verði til þess að Fred léttist mikið í hverjum leik.
„Hann hleypur alveg rosalega. Hann er oftar en ekki að klukka 12 kílómetra á 90 mínútum,“ segir Passos læknir.
Hann saegir að Fred missi þrjú kíló í leik og að hann sé fyrir léttasti leikmaður liðsins eða aðeins 67 kíló.
„Hann hleypur allan leikinn og pressar mikið á háu tempói.“
Fred byrjaði leik númer tvö hjá Brasilíu vegna meiðsla Neymar en óvíst er hvort hann byrji í kvöld.