Ágúst Hlynsson er á leið í Íslandsmeistara Breiðablik. Það er Arnar Laufdal, fréttamaður Fótbolta.net, sem heldur þessu fram.
Hinn 22 ára gamli Ágúst var á mála hjá Val á láni frá Horsens á þessari leiktíð. Áður hafði komið fram að Valur vildi fá leikmanninn alfarið til sín.
Nú er hins vegar útlit fyrir að þessi sóknarsinnaði leikmaður endi í Breiðabliki.
Ágúst hefur einnig leikið með FH og Víkingi R. í meistaraflokki hér á landi.
Hann skoraði tvö mörk í Bestu deild karla í sumar.
Ágúst Hlynsson gengur til liðs við Breiðablik í dag 🤝🏼 pic.twitter.com/yGYkApRVoI
— Arnar Laufdal (@AddiLauf) December 1, 2022