Andres Balanta, 22 ára kólumbískur knattspyrnumaður, er látinn aðeins 22 ára gamall.
Hann var á mála hjá Atletico Tucuman í Argentínu. Félagið staðfestir tíðindin með tilkynningu.
Hann var á æfingu með liði sínu þegar hann hneig niður. Endurlífgunartilraunir báru engan árangur.
Balanta þótti á sínum tíma mikið efni. Hann átti að baki leiki fyrir yngi landslið Kólumbíu.
Sergio Aguero, fyrrum leikmaður Manchester City, Barcelona og fleiri liða, var í beinni útsendingu á Twitch þegar hann heyrði fréttirnar skelfilegu af Balanta.
Sjálfur þurfti Aguero, sem lék á ferli sínum með argentíska landsliðinu, að hætta knattspyrnuiðkun í fyrra vegna hjartavandamála. Þá var hann nýlega genginn til liðs við Barcelona.
Dale decilo @aguerosergiokun. Estaría bueno que @FPisso haga un análisis no verbal de esto, evidentemente hay algo que el KUN no puede expresar y se le nota a kilómetros. pic.twitter.com/dO4Bs3r8pd
— Soberbia Somos Todos (@soberbiast) November 30, 2022