fbpx
Sunnudagur 29.janúar 2023
433Sport

Fullyrða að United hafi sett sig í samband við umboðsmann Gakpo

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 30. nóvember 2022 09:36

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur sett sig í samband við umboðsmann Cody Gakpo, ef marka má heimildir enska götublaðsins The Sun.

Gakpo var sterklega orðaður við Rauðu djöflanna í sumar en að lokum var landi hans Antony fenginn á Old Trafford frá Ajax.

Nú vill United hins vegar klófesta Gakpo.

Þessa stundina er hinn 23 ára gamli Gakpo staddur á Heimsmeistaramótinu í Katar með hollenska landsliðinu. Hann skoraði í öllum leikjum liðsins í riðlakeppninni og heillaði mikið.

Sóknarmaðurinn er á mála hjá PSV í heimalandinu en líklegt er að hann fari þaðan fljótlega. United hefur helst verið nefnt sem hugsanlegur áfangastaður kappans.

Tölfræði Gakpo í hollensku úrvalsdeildinni er hreint ótrúleg. Hann hefur skorað níu mörk og lagt upp tólf í fjórtán leikjum.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

12 mánaða bann og há sekt fyrir að keyra undir áhrifum áfengis

12 mánaða bann og há sekt fyrir að keyra undir áhrifum áfengis
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Varð yngsti markmaður í sögu landsliðsins – Gæti Chelsea notað hann?

Varð yngsti markmaður í sögu landsliðsins – Gæti Chelsea notað hann?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hjörvar leggur til stóra breytingu á menntakerfinu – „Ég er mjög hlynntur því að fara að hugsa þetta upp á nýtt“

Hjörvar leggur til stóra breytingu á menntakerfinu – „Ég er mjög hlynntur því að fara að hugsa þetta upp á nýtt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eftir langa ræðu Benedikts til Bjarna kom ráðherrann með óvænt svar – „Ég hafði bara ekki hugmynd“

Eftir langa ræðu Benedikts til Bjarna kom ráðherrann með óvænt svar – „Ég hafði bara ekki hugmynd“
433Sport
Í gær

Newcastle að ganga frá kaupum á Gordon

Newcastle að ganga frá kaupum á Gordon
433Sport
Í gær

Vill að gerð verði úttekt á knattspyrnumannvirkjum utan stór-höfuðborgarsvæðisins

Vill að gerð verði úttekt á knattspyrnumannvirkjum utan stór-höfuðborgarsvæðisins