Það er mikið undir á HM í Katar í dag er Argentína og Pólland eigast við klukkan 19:00.
Fyrir leikinn er Pólland með fjögur stig í riðlinum og hefur ekki fengið á sig mark en Argentín er í öðru sæti með þrjú stig.
Sádí Arabía er einnig með þrjú stig eftir óvæntan sigur á Argentínu í fyrstu umferð og spilar við Mexíkó á sama tíma.
Um er að ræða lokaleiki riðilsins en öll lið eiga ennþá möguleika á að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum.
Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin í stórleiknum.
Pólland: Szczesny; Bereszynski, Glik, Kiwior, Cash; Frankowski, Bielik, Krychowiak, Zielinski; Swiderski; Lewandowski
Argentína: Martínez; Molina, Romero, Otamendi, Acuña; De Paul, Fernández, Mac Allister; Messi, Álvarez, Di María