Frakkland og Ástralía fara upp úr D-riðli Heimsmeistaramótsins í Katar eftir úrslit dagsins í lokaumferðinni.
Ástralía mætti Danmörku í dag.
Danir voru ívið sterkari í fyrri hálfleik. Hvorugu liðinu tókst þó að ógna nóg fram á við og markalaust var í leikhléi.
Ástralir komu hins vegar sterkari inn í seinni hálfleikinn og eftir stundarfjórðung skoraði Matthew Leckie frábært mark.
Þar með þurftu Danir tvö mörk en þeim tókst ekki að ógna nóg. Lokatölur 1-0 fyrir Ástrali.
Frakkar gerðu tíu breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn við Túnis, enda svo gott sem búnir að tryggja sér fyrsta sæti riðilsins.
Það var hins vegar Túnis sem hafði betur í dag gegn fremur slöku liði heimsmeistaranna. Wahbi Khazri gerði eina mark leiksins á 58. mínútu.
Frakkland átti nokkra sénsa þegar leið á leikinn en tókst ekki að jafna.