fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Adam Örn sakar Breiðablik um virðingarleysi – „Það var fyrir mánuði síðan“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 30. nóvember 2022 11:30

Mynd: Breiðablik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adam Örn Arnarson, fyrrum leikmaður Breiðabliks er ósáttur með framkomu félagsins í sinn garð. Bakvörðurinn sem er 27 ára gamall ræðir málið við Vísi.

Adam Örn er samningslaus en hann samdi við Breiðablik fyrir tímabilið. Kom hann þá heim úr atvinnumennsku eftir níu ára dvöl.

Adam spilaði lítið sem ekkert hjá Íslandsmeisturum Breiðabliks og fór um mitt sumar á láni til Leiknis.

„Ég fékk SMS frá Ólafi Kristjánssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Breiðabliki. Hann vildi tala við mig augliti til auglitis en síðan hef ég ekkert heyrt í honum. Það var fyrir mánuði síðan,“ segir Adam við Vísi.

Hann segir að hann og pabbi sinn hafi gert margt fyrir Breiðablik og upplifir framkomuna sem kaldar kveðjur.

„Persónulega finnst mér þetta frekar mikil vonbrigði. Þetta er uppeldisfélagið og mér líður eins og þetta sé létt virðingarleysi. Svo er pabbi í stjórn stuðningsmannaklúbbi Breiðabliks. Við höfum alltaf gert allt fyrir Breiðablik og þetta er mjög skrítin framkoma, finnst mér.“

Adam segist haf rætt við eitt lið í Bestu deildinni en kveðst hissa hversu lítill áhugi sé á sér eftir farsælan feril sem atvinnumaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum framherji United með ráð fyrir Amorim áður en janúarglugginn opnar

Fyrrum framherji United með ráð fyrir Amorim áður en janúarglugginn opnar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vestri fær landsliðsmann frá Senegal – Skoraði gegn Arsenal fyrir nokkrum árum

Vestri fær landsliðsmann frá Senegal – Skoraði gegn Arsenal fyrir nokkrum árum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jón Steinar gefur sératkvæði Símonar Grimma langt nef – „Að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann“

Jón Steinar gefur sératkvæði Símonar Grimma langt nef – „Að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tóku léttan boxbardaga í gær eftir löðrung mánudagsins – Sjáðu atvikið

Tóku léttan boxbardaga í gær eftir löðrung mánudagsins – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð
433Sport
Í gær

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“
433Sport
Í gær

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar