fbpx
Föstudagur 27.janúar 2023
433Sport

Davíð segir frá því hvernig Ólafur var rekinn: Þótti mjög umdeilt – „Fólk veit ekki hvernig þetta var gert“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 11:00

Davíð Þór Viðarsson Fréttablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gustaði um hlutina í Kaplakrika í sumar þar sem FH var á barmi þess að falla úr efstu deild karla í knattspyrnu. Ólafur Jóhannesson var rekinn sem þjálfari snemma sumars og Eiður Smári Guðjohnsen tók við.

Eiður Smári var svo settur til hliðar seint í mótinu og Sigurvin Ólafsson stýrði FH í síðustu leikjunum og rétt bjargaði FH frá falli.

Sigurvin er nú aðstoðarþjálfari liðsins en Heimir Guðjónsson tók við þjálfun FH á dögunum. Þessi sigursæli þjálfari er mættur aftur í FH eftir að hafa verið rekinn úr starfi árið 2017.

Fólk veit ekki hvernig Ólafur var rekinn:

Það skapaðist mikil umræða í kringum þá ákvörðun FH að reka Ólaf Jóhannesson úr starfi í júní. Þessi goðsögn í íslenskum fótbolta var í vandræðum með FH liðið en ákvörðunin þótti engu að síður umdeild.

„Það var bara ákvörðun sem var tekin, okkur fannst liðið ekki vera á réttri leið. Að láta Ólaf Jóhannesson fara sem er algjör goðsögn í FH var ekki auðvelt, hann er þjálfari sem vinnur fyrsta titilinn okkar 2004 og vinnur þrjá titla í röð og fyrsta bikarmeistaratitlinn. Þetta var ekki auðveld ákvörðun en ákvörðun sem við töldum rétta á þeim tímapunkti,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH. Davíð var gestur í sjónvarpsþætti 433.is á Hringbraut í gær.

Ólafur Jóhannesson ©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

„Það er bara eins og fótbolti er,“ segir Davíð.

Hann segir að fólk viti ekki hvernig staðið var að málum en gagnrýnt var að Ólafur var rekinn sama kvöld og FH gerði jafntefli við Leikni á heimavelli.

„Fólk veit ekki hvernig þetta var gert, við funduðum eftir leikinn og á þeim fundi var þessi ákvörðun tekin. Svo var þeim tilkynnt það, það var ekki korteri eftir leik eða í leikmannaklefa eins og haldið hefur verið fram,“ segir Davíð en Ólafi og Sigurbirni Hreiðarssyni var sagt upp störfum.

video
play-sharp-fill

„Fólk hefur sína skoðun á þessu, einhverjir vildu meina að það ætti að bíða til morguns en við mátum að þetta væri skásta leiðin til að gera þeta.“

Gengi FH varð ekki betra eftir að Ólafur var rekinn en Davíð segir. „Nei, gengið batnaði ekki eftir að hann fór. Ég lít ekki á þetta sem ranga ákvörðun.“

Eiður Smári Guðjhonsen
Mynd/Eythor Arnason

Vonbrigði með Eið Smára:

Eiður Smár Guðjohnsen tók við af Ólafi en eftir gott starf hjá FH árið 2020 vonaðist félagið eftir því að kraftur og gleði kæmi með honum. Það mistókst.

„Það voru mikil vonbrigði, við höfðum þessa reynslu frá 2020 þegar hann og Logi komu inn af krafti. Við vorum að vonast eftir samskonar áhrifum núna. Þeir komu að mörgu leyti inn á góðan hátt, hann og Venni. Við náðum ekki í úrslit, það voru mikil vonbrigði að þeir hafi ekki snúið þessu við,“ sagði Davíð.

Eiður var svo settur til hliðar í október. Davíð segir það mikil vonbrigði hvernig samstarf FH og Eiðs lauk.

„Ótrúlega mikil vonbrigði, hlutirnir eru eins og þeir eru. Það er á hreinu, ég og við sem stöndum að þessu. Það hafa verið teknar misgóðar ákvarðanir, við þurfum að taka ábyrgð á því. Á þessu tímabili höfum við að hafa náð ákveðnum botni og núna þurfum við að hefja upprisuna,“ segir Davíð.

video
play-sharp-fill

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Brighton hafnaði risatilboði Arsenal um hæl

Brighton hafnaði risatilboði Arsenal um hæl
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bjarni Ben og Hjörvar freista þess að bæta skor Guðna

Bjarni Ben og Hjörvar freista þess að bæta skor Guðna
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar breytingar á líkama hans – Útskýrt hvernig hann fór að

Sjáðu ótrúlegar breytingar á líkama hans – Útskýrt hvernig hann fór að
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kristján Flóki framlengir við KR

Kristján Flóki framlengir við KR
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Björn Bragi lýsir því þegar maður kom upp að honum Hannesi í ræktinni – „Pælið í því“

Björn Bragi lýsir því þegar maður kom upp að honum Hannesi í ræktinni – „Pælið í því“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sverrir Ingi áfram í undanúrslit bikarsins með PAOK

Sverrir Ingi áfram í undanúrslit bikarsins með PAOK
433Sport
Í gær

Stjörnustríð hafið eftir umdeild ummæli Zlatans sem vöktu gríðarlega athygli

Stjörnustríð hafið eftir umdeild ummæli Zlatans sem vöktu gríðarlega athygli
433Sport
Í gær

Skrifar undir nýjan langtímasamning við Liverpool

Skrifar undir nýjan langtímasamning við Liverpool