Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH situr fyrir svörum í sjónvarpsþætti 433.is á Hringbraut í kvöld.
FH rétt bjargaði sér frá falli í Bestu deild karla í sumar en ljóst er að mikil vinna þarf að eiga sér stað til að endurvekja þennan risa í íslenskum fótbolta.
Ólafur Jóhannesson, Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurvin Ólafsson voru allir þjálfarar FH á þessu tímabili.
Heimir Guðjónsson er svo tekinn við og vill FH finna stöðugleika með því. Davíð ræðir öll helstu mál FH-inga klukkan 20:00 á Hringbraut.
Þátturinn er svo endursýndur 22:00 fyrir þau sem sitja föst yfir Heimsmeistaramótinu.