Cristiano Ronaldo er búinn að fá samningstilboð eftir að hafa yfirgefið lið Manchester United.
Frá þessu greina þeir Ben Jacobs og James Benge í kvöld en þeir starfa fyrir CBS Sports.
Ronaldo er með tilboð í höndunum frá Al Nassr í Sádí Arabíu en hann fær þriggja ára samning þar ef hann samþykkir.
Það myndi þýða að Ronaldo verði samningsbundinn til fertugsaldurs en hann er 37 ára gamall í dag.
Samkvæmt nýjustu fregnum er Al Nassr tilbúið að borga Ronaldo 1,2 milljónir punda á viku til að spila fyrir félagið.
Það myndi gera Ronaldo að lang launahæsta leikmanni heims enda er um ruglaða upphæð að ræða fyrir að spila fótbolta.
Ronaldo myndi þéna 62 milljónir punda fyrir þrjú ár í Sádí Arabíu sem er í raun algjör klikkun.