Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, sýndi mjúku hliðina í vikunni fyrir leik liðsins gegn Ekvador.
Holland spilaði við Ekvador á HM í gær og gerði markalaust jafntefli en er þó í ágætri stöðu fyrir lokaleikinn.
Van Gaal er mjög umdeildur karakter en hann hitti sinn helsta aðdáanda á blaðamannafundi í Katar.
Blaðamaðurinn sagðist vera nýr og að hann væri mikill aðdáandi Van Gaal sem landsliðsþjálfarinn tók mjög vel í.
Þeir félagar enduðust á því að faðmast en augnablikið fallega má sjá hér fyrir neðan.
Louis van Gaal showed love to this young journalist ❤️ pic.twitter.com/IMJiwZWxLX
— ESPN FC (@ESPNFC) November 24, 2022