Kai Havertz, leikmaður Þýskalands, hefur verið mjög reiður undanfarna daga eftir tap liðsins gegn Japan á HM í Katar.
Þýskaland tapaði mjög óvænt 2-1 tap gegn Japönum og eru þetta ein óvæntustu úrslit í sögu HM.
Þýskaland hefur legið undir mikilli gagnrýni eftir tapið og einnig frá eigin stuðningsmönnum sem eru enn reiðir eftir slæmt gengi á HM í Rússlandi árið 2018.
,,Ég hef ekki verið í góðu skapi undanfarna daga, ég hef verið bálreiður,“ sagði Havertz.
,,Ég get skilið neikvæðina í kringum liðið þegar kemur að stuðningsmönnum og fjölmiðlum. Ég veit líka að það er mikið skotið á okkur og að það eru ekki allir sem standa með okkur.“
,,Við vitum að stuðningurinn á þessu móti er ekki sá sami og áður. Í fyrsta leiknum virkaði hann minni en ég vona að allir geti stutt okkur á sunnudaginn.“