fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Bergsveinn skilur þá gagnrýni sem hann mátti þola en segir Kristján hafa blæti fyrir sér

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 25. nóvember 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var umdeilt þegar Bergsveinn Ólafsson ákvað að leggja skóna á hilluna vorið 2020, skömmu fyrir Íslandsmót.

Bergsveinn var fyrirliði Fjölnis á þessum tíma og töldu margir þetta skref hans athugavert. Fjölnir var nýliði í efstu deild þetta ár.

Kristján Óli Sigurðsson var einn af þeim sem gagnrýndi Bergsvein harkalega.

„Honum var ekki haggað, þessum leiðtoga sem ég verð að setja í þykkustu gæsalappir sögunnar. Leiðtogar hoppa ekki frá borði fimm mínútum fyrir Íslandsmót. Einn launahæsti leikmaður liðsins, búinn að taka laun þarna frá því í október og fram í apríl. Þetta er diss á liðsfélaga, þjálfara og félagið í heild. Ef ég væri liðsfélagi hans þá væri ég búinn að eyða honum úr símaskránni,“ sagði hann í Dr. Football á sínum tíma.

„Þetta er lélegt og aumingjaskapur,“ bætti hann við.

Bergsveinn er gestur í nýjasta þætti Chess After Dark, þar sem þetta var rætt.

„Hann (Kristján) hefur eitthvað blæti fyrir mér. Hann hefur verið á bakinu á mér frá því ég var með snúð hjá FH að taka sætið af Guðmanni Þórissyni, sem er bara flott,“ segir Bergsveinn léttur.

Hann viðurkennir að ákvörðunin hafi komið illa við Fjölni.

„Út frá hlið Fjölnis var þetta auðvitað ekki góð ákvörðun. En ég var þarna búinn að lofa sjálfum mér það að ef ég myndi fá leið á fótbolta myndi ég hætta.

Ég er þannig að ég vil gera hluti 100 prósent eða sleppa þeim. Mér fannst ég ekki getað helgað mér 100 prósent að verkefninu hjá Fjölni. Ég var að fá góð laun og hugsaði að Fjölnir gæti nýtt þann pening í að fá einhvern sem getur hjálpað þeim enn betur.“

Bergsveinn skilur gagnrýnina.

„Ég hugsa oft hvort ég hefði bara átt að klára tímabilið og láta mig hafa það. Ég skil vel þá gagnrýni sem ég fékk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

16 ára hetja Liverpool – Tryggði sigurinn á 100 mínútu í mögnuðum leik

16 ára hetja Liverpool – Tryggði sigurinn á 100 mínútu í mögnuðum leik
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu