fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
433Sport

Chelsea til í að opna veskið all svakalega næsta sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea er heldur betur farið að undirbúa hugsanlega brottför N’Golo Kante næsta sumar og er farið að skipuleggja kaup á tveimur afar sterkum miðjumönnum.

Samningur hins 31 árs gamla Kante við félagið rennur út næsta sumar og hefur hann verið orðaður frá félaginu.

Samkvæmt Daily Mail er Chelsea að undirbúa tilboð í bæði Declan Rice hjá West Ham og Jude Bellingham hjá Borussia Dortmund.

Báðir eru staddir með enska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar. Þeir spiluðu í 6-2 sigri á Íran í riðlakeppninni á dögunum.

Bellingham er nítján ára gamall og einn eftirsóttasti leikmaður heims um þessar mundir. Talið er að hann muni kosta um 130 milljónir punda hið minnsta.

Rice verður 24 ára gamall í byrjun næsta árs og á því nóg eftir einnig.

Hann verður þó engan veginn ódýr heldur. Talið er að hann muni kosta um 100 milljónir punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórtíðindi frá Manchester

Stórtíðindi frá Manchester
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fjögur stórlið í samtali við Emi Martinez – Tvö á Englandi og tvö á Spáni

Fjögur stórlið í samtali við Emi Martinez – Tvö á Englandi og tvö á Spáni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mamman pirruð á að enginn ræði neitt nema útlit dóttur sinnar

Mamman pirruð á að enginn ræði neitt nema útlit dóttur sinnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tom Brady og félagar sparka 15 leikmönnum út – Willum og Alfons verða áfram

Tom Brady og félagar sparka 15 leikmönnum út – Willum og Alfons verða áfram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United skoðar að selja tvo til að fjármagna kaup á þessum tveimur

United skoðar að selja tvo til að fjármagna kaup á þessum tveimur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eiginkonan virðist staðfesta að kappinn sé á förum frá Arsenal

Eiginkonan virðist staðfesta að kappinn sé á förum frá Arsenal