fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Chelsea til í að opna veskið all svakalega næsta sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea er heldur betur farið að undirbúa hugsanlega brottför N’Golo Kante næsta sumar og er farið að skipuleggja kaup á tveimur afar sterkum miðjumönnum.

Samningur hins 31 árs gamla Kante við félagið rennur út næsta sumar og hefur hann verið orðaður frá félaginu.

Samkvæmt Daily Mail er Chelsea að undirbúa tilboð í bæði Declan Rice hjá West Ham og Jude Bellingham hjá Borussia Dortmund.

Báðir eru staddir með enska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar. Þeir spiluðu í 6-2 sigri á Íran í riðlakeppninni á dögunum.

Bellingham er nítján ára gamall og einn eftirsóttasti leikmaður heims um þessar mundir. Talið er að hann muni kosta um 130 milljónir punda hið minnsta.

Rice verður 24 ára gamall í byrjun næsta árs og á því nóg eftir einnig.

Hann verður þó engan veginn ódýr heldur. Talið er að hann muni kosta um 100 milljónir punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þrjár framlengdu við Víking

Þrjár framlengdu við Víking
433Sport
Í gær

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði