fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Segist vita hvert Hazard mun halda næst á ferlinum – Tekur hann þetta skref?

Victor Pálsson
Sunnudaginn 20. nóvember 2022 20:49

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hasan Cetinkaya, fyrrum forseti Fenerbahce í Tyrklandi, segist vita hvert Eden Hazard mun halda er hann yfirgefur lið Real Madrid.

Hazard hefur ekki sýnt sitt rétta andlit undanfarin þrjú ár síðan hann kom til Real frá Chelsea þar sem hann var magnaður.

Cetinkaya þekkir vel til Hazard og reyndi á sínum tíma að fá hann til Fenerbahce og sýndi Belginn hugmyndinni mikinn áhuga.

Hazard lék með Lille á þessum tíma en þá voru nokkrir leikmenn liðsins á óskalista sterkustu liða Evrópu.

Cetinkaya telur að Hazard muni spila fyrir Fenerbahce einn daginn en hann gæti vel verið á förum frá Real á næsta ári.

,,Hann var 16 ára gamall og spilaði með Lille, þeir voru með hann og Gervinho og Moussa Sow. Við gátum aðeins fengið Sow til okkar,“ sagði Cetinkaya.

,,Hazard komst svo í annan gæðaflokk og var einn besti leikmaður Evrópu sem ég vildi alltaf sjá gerast. Tíminn mun leiða það í ljós en Eden Hazard mun einn daginn spila fyrir Fenerbahce.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina