fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Maraþon útsendingar á RÚV í kringum umdeilda mótið í Katar – „Fiðringurinn er að koma núna“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 20. nóvember 2022 07:00

HM teymi RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var taumlaus gleði í Íþróttavikunni með Benna Bó á föstudagskvöld. Þátturinn er sýndur alla föstudaga og hefur notið vinsælda.

Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV og Bragi Þórðarson, Formúlu lýsandi voru gestir hjá Benna.

„Við tæklum þetta vonandi með sóma, við sýnum alla leikina,“ segir Einar Örn sem verður lykilmaður hjá RÚV í kringum Heimsmeistaramótið í Katar.

Leikirnir hefjast klukkan 10:00 á morgnana, síðan er leikið klukkan 13:00, 16:00 og 19:00. Það verður því maraþon útsendingar á RÚV.

„64 leiki talsins, við byrjum með stúdíó eftir leik eitt og út daginn.“

Fókusinn hefur verið á mál utan vallar í Katar en nú virðist fótboltinn vera að fá meiri athygli. „Fiðringurinn er fyrst að koma núna, deildarkeppnirnar voru þangað til á sunnudag að klárast. Leikmannahóparnir að taka á sig mynd. Núna er fyrst hægt að hella sér í að skoða liðin,“ segir Einar.

Umræðan um HM er í heild hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?
Hide picture