fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
433Sport

Uppfært: Hjörvar segir Ísland neita að spila úrslitaleik morgundagsins

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 18. nóvember 2022 14:27

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason segir frá því á Twitter nú fyrir stuttu að íslenska karlalandsliðið neiti að spila við Lettland í Daugava í úrslitaleik Eystrasaltsbikarsins.

Ísland vann sér inn þátttökurétt í leiknum með því að sigra Litháen í vítapsyrnukeppni á miðvikudag.

„Íslenska landsliðið neitar að spila úrslitaleikinn við Letta í Daugava. Telja völlinn ekki leikhæfan. Lettneska sambandið er núna að sýna íslenska landsliðinu völl Skonto Riga í von um að það verði spilað a morgun. Lettar spiluðu við Eista í Daugava á miðvikudag og ekkert vesen,“ skrifar Hjörvar á Twitter.

Leikurinn á að fara fram klukkan 14 á morgun og verður áhugavert að sjá hvað setur.

Uppfært 14:38
Ómar Smárason, deildar­stjóri sam­skipta­deildar KSÍ, segir í samtali við Fréttablaðið að ekki sé búið að útiloka að spila á vellinum. Verið sé að skoða aðra kosti. Ómar segir landsliðið ekki hafa getað klárað æfingu í morgun vegna vallaraðstæðna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dagur að kveldi kominn í Breiðholti

Dagur að kveldi kominn í Breiðholti
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lúxemborg og Albaníu andstæðingar Íslands

Lúxemborg og Albaníu andstæðingar Íslands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liðsfélagi Íslendings fær þungan dóm – Tók þátt í að hópnauðga ungri konu

Liðsfélagi Íslendings fær þungan dóm – Tók þátt í að hópnauðga ungri konu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ten Hag tjáir sig í fyrsta sinn um Ronaldo eftir að samningi hans var rift

Ten Hag tjáir sig í fyrsta sinn um Ronaldo eftir að samningi hans var rift
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Haglél og fellibylur í Katar í dag – Sjáðu myndbandið

Haglél og fellibylur í Katar í dag – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfestir áhuga enskra eftir frammistöðuna í Katar

Staðfestir áhuga enskra eftir frammistöðuna í Katar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu hvað stuðningsmaðurinn gerði í Katar í gær: Stráði salti í sárin – „Flugvöllurinn er í þessa átt“

Sjáðu hvað stuðningsmaðurinn gerði í Katar í gær: Stráði salti í sárin – „Flugvöllurinn er í þessa átt“
433Sport
Í gær

Parísarmenn gætu nagað sig í handarbökin eftir gærkvöldið

Parísarmenn gætu nagað sig í handarbökin eftir gærkvöldið