fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Hjólin farin að snúast hjá United – Félagið íhugar hvað skuli gera

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 18. nóvember 2022 11:11

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur hafið ferli, þar sem ákveðið verður hvernig á að bregðast við viðtali sem Cristiano Ronaldo fór í hjá Piers Morgan.

Viðtalið þykir afar umdeilt og hefur tekið yfir netmiðla undanfarna viku eða svo.

Þar fer Ronaldo ófögrum orðum um félag sitt, United, þar á meðal knattspyrnustjórann Erik ten Hag. Hann segir þá aðila innan félagsins hafa reynt að bola sér burt og að United hafi ekki tekið skref fram á við frá því hann yfirgaf það fyrsta árið 2009.

„Manchester United hefur þennan morguninn hafið viðeigandi ferli í kjölfar viðtals Cristiano Ronaldo nýlega. Við munum ekki tjá okkur meira fyrr en niðurstaða er komin í málið,“ segir í yfirlýsingu félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stórt nafn til nýliðanna

Stórt nafn til nýliðanna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham