fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

De Gea agndofa yfir SMS-skilaboðum frá forsetanum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 18. nóvember 2022 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David de Gea markvörður Manchester United er ekki að undirbúa sig fyrir Heimsmeistaramótið í Katar eins og hann hafði vonast til.

Eftir að hafa verið í landsliði Spánar um langt skeið ákvað Luis Enrique að hætta að velja hann.

De Gea virðist ákvörðun Enrique en vonast eftir því að fá kallið fyrr en síðar. De Gea er aðeins 32 ára sem er ekki mikill aldur fyrir markvörð.

Það kom því De Gea í opna skjöldi þegar Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins sendi honum SMS skilaboð á dögunum.

Spænskir miðlar segja frá en þar kemur fram að Rubiales hafi þakkað De Gea fyrir starf sitt og óskað honum góðs gengis eftir að hafa ákveðið að hætta í landsliðinu.

De Gea hafði svo sannarlega ekki ákveðið að hætta í landsliðinu og var ekki glaður með SMS skilaboðin samkvæmt spænskum miðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stórt nafn til nýliðanna

Stórt nafn til nýliðanna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham