Cristiano Ronaldo á ekki afturkvæmt í leikmannahóp Manchester United. Þessu heldur enska blaðið, Daily Mail fram.
Viðtal Ronaldo við Piers Morgan þar sem hann úthúðar fólki, liðsfélögum sínum og þjálfurum. Hefur orðið til þess að leikmenn liðsins hafa fengið nóg.
Líklega var Ronaldo meðvitaður um það að viðtalið yrði til þess að United vildi losa sig við hann, hann vildi fara síðasta sumar en þá fékk hann það ekki.
Sagt er að leikmenn United vilji að félagið leysi málið sem fyrst og að búið verði að koma Ronaldo burt frá félaginu þegar HM lýkur.
Ronaldo er 37 ára gamall en óvíst er hvaða kostir eru í boði fyrir hann.