fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Liðsfélagi Ronaldo tekur ekki undir orðin – Talar vel um Ten Hag

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 16. nóvember 2022 20:51

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christian Eriksen, leikmaður Manchester United, hefur talað vel um knattspyrnustjóra liðsins, Erik ten Hag, sem tók við í sumar.

Ten Hag er ekki vinsæll ef þú ræðir við Cristiano Ronaldo sem hraunaði opinberlega yfir Ten Hag í viðtali við Piers Morgan á dögunum.

Ronaldo segir félagið og Ten Hag hafa svikið sig og sagðist jafnframt ekki bera neina virðingu fyrir Hollendingnum.

Eriksen var spurður út í Ten Hag í gær en hann talaði aðeins vel um sinn nýja stjóra en þeir komu báðir til félagsins í sumar.

,,Það sem ég er mest hrifinn af er hvernig hann vill sjá okkur ávallt sækja, við eigum alltaf að íhuga stöðu okkar í sóknarleiknum. Við eigum aldrei að snúa baki,“ sagði Eriksen.

,,Ég persónulega fylgdi Manchester United í mörg ár eins og margir aðrir, svo ég veit hvað hefur verið í gangi. Það hefur ekkert komið verulega á óvart, ekki ennþá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“