fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Pandóru box opnaðist í Laugardal – „Þær séu alltaf að berjast, rífast og væla eins og þetta er orðað“

433
Sunnudaginn 13. nóvember 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var af nægu að taka í Íþróttavikunni með Benna Bó sem var á dagskrá Hringbrautar á föstudagskvöld. Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs og Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hjá Símanum voru gestir þáttarins.

Í þættinum var meðal annars ræddur vandræðagangur KSÍ en hvert stóra málið á fætur öðru virðist skella á sambandinu um þessar mundir.

,,Ég hef aldrei komið hingað án þess að KSÍ sé einhvern veginn með leðjuna upp á bak,“ segir Tómas Þór er Benedikt Bóas, þáttastjórnandi Íþróttavikunnar beinir sjónum sínum að KSÍ.

Í nýliðinni viku komust mál tengd mögulegum kveðjustundum landsliðsfólks og ósamræmi á milli heiðursviðurkenninga karla- og kvennalandsliða upp á yfirborðið.

Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins opnaði umræðna með því að spyrja hvar sérmerkta landsliðstreyja sín og Glódísar fyrir að hafa náð 100 A-landsleikjum væri eftir að mynd af Aroni Einari Gunnarssyni, landsliðsfyrirliða með eina slíka birtist á samfélagsmiðlum KSÍ.

,,Búningastjóri karlalandsliðsins, Kiddi vallarstjóri er fótboltaunnandi. Þessar sérmerktu treyjur, þetta er vel þekkt í heimi atvinnumannafótboltans. Þegar að menn leika 100, 200, 300 leiki þá fá þeir treyju,“ sagði Hörður Snævar.

Kiddi taki þetta upp hjá sjálfum sér.

,,Kristbjörg Ingadóttir, búningastjóri kvennalandsliðsins er kannski ekki að pæla í því í september síðastliðnum hvort Birkir Már Sævarsson hafi fengið sérmerkta treyju.

Svo springur allt út núna. Þetta er ekkert vandamál og KSÍ útskýrði þetta mjög vel. Svo eru önnur mál sem má tækla betur, til að mynda í tengslum við Margréti Láru og Guðbjörgu Gunnarsdóttur.“

Tómas Þór segir kjarnann í þessu máli hins vegar vera þann að þarna sjáist hin eilífa barátta leikmanna kvennalandsliðsins fyrir öllu sínu.

,,Þær séu alltaf að berjast, rífast og væla eins og þetta er orðað þegar þær fara af stað fyrir öllu sem þær vilja fá.

Þetta er alveg rétt sem að Höddi segir en samt sem áður segir Vanda í þessum Facebook pistli sínum að búningastjóri kvennalandsliðsins hefði átt að fá að vita af þessu. Nú er þetta bara orðið normið. Samt sem áður er þetta í raun og veru ekkert mál.“

Málin sem hafi komið í kjölfarið, er varðaði kveðjustundir og heiðursviðurkenningar leikmanna kvennalandsliðsins sem höfðu ekki borist, séu hins vegar stórmál.

,,Margrét Lára ekki kvödd. Það kom á daginn að hún var búin að vera í sambandi við KSÍ um þetta, hún fékk ekki einu sinni svör.

Guðbjörg Gunnarsdóttir, það er langt síðan hún hætti í landsliðinu og hún hefur ekki enn fengið styttuna sína fyrir að hafa leikið 50 A-landsleiki. Það viðurkenndi KSÍ og hún á núna að fá styttuna í jólagjöf eða skóinn.“

Þrátt fyrir að upphaflega atriði hafi kannski ekki verið KSÍ að kenna þá opnaði það ákveðið pandóru box á það hvernig leikmenn kvennalandsliðsins þurfi oftar en ekki að rífast og klóra sig áfram.

Nánari umræðu um KSÍ má sjá hér fyrir neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
Hide picture