fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Segja Vöndu bakka inn í helli og loka sig af þegar eitthvað bjátar á – „Þetta minnir mann bara á Sólveigu Önnu í Eflingu“

433
Laugardaginn 12. nóvember 2022 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var af nægu að taka í Íþróttavikunni með Benna Bó sem var á dagskrá Hringbrautar á föstudagskvöld. Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs og Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hjá Símanum voru gestir þáttarins.

Þar voru meðal annars vinnubrögð Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns KSÍ gagnrýnd en hún hefur lítið tjáð sig við fjölmiðla nú þegar hvert málið á fætur öðru hefur komið upp í tengslum við sambandið.

,,Þetta hefur verið lenskan undanfarna mánuði,“ segir Hörður Snævar um erfiðleika með að ná í Vöndu. ,,Þetta var eitthvað sem maður þoldi illa við Guðna Bergsson, fyrrum formann KSÍ. Að það sé slökkt á símanum þegar eitthvað kemur upp á. Klara er alltaf send í hundana.“

Honum finnst þetta léleg vinnubrögð.

,,Þetta er allt það sem ég átti ekki von á að Vanda Sigurgeirsdóttir myndi gera hjá KSÍ. Að fara í felur þegar eitthvað er í gangi. Þetta minnir mann bara á Sólveigu Önnu í Eflingu. Facebook er bara notað til að tjá sig.“

Tómas Þór er, samhliða því að vera ritstjóri enska boltans hjá Símanum, formaður Samtaka íþróttafréttamanna. Hann segir svona vinnubrögð þekkt hjá fólki sem vilji stýra sínu narratívi frá A til Ö.

,,Fólk sem vill ekki fá neinar óþægilegar spurningar, vill bara koma því á framfæri sem það vill koma fram og það á sinn hátt án þess að þurfa svara nokkrum spurningum eða lenda í spurningum sem viðkomandi var ekki tilbúinn fyrir. Þetta hefur tíðkast mikið í pólitík og viðskiptalífinu.

Guðni Bergsson skrifaði nú jafnan ekki á Facebook, hann slökkti bara á símanum og sendi Klöru eins og Höddi segir. Þetta er ótækt. Ég skil það alveg að fólk biðji kannski um frest til að svara ef það er eitthvað að gerast, maður vill líka fá einhver alvöru svör frekar en eitthvað bull, en að slökkva á símanum í einhverja daga eða svara ekki tölvupósti.“

Hann viti um dæmi frá því á dögunum þegar að Sádi-Arabíu mál KSÍ var í deiglunni. Þá hafi Vanda legið á spurningum frá RÚV og Fótbolti.net varðandi það hvort sambandið hefði tekið samtalið við fulltrúa Sádi-Arabíu.

,,Því var ekki svarað fyrr en seint og um síðir og svo núna þetta. Það er bara ekki hægt að ná í fólk í síma og svo er sögulínunni bara stýrt með Facebook pistli og það ekki frá Facebook reikningi KSÍ eða frétt á KSÍ.is.

Þetta líta bara út fyrir að vera hennar eigin vangaveltur. Er hún Vanda Sigurgeirsdóttir móðir og eiginkona eða Vanda Sigurgeirsdóttir formaður Knattspyrnusambands Íslands, á Facebook?“

Þetta sé bara ekki í lagi.

,,Fjölmiðlar verða að fá að vinna sína vinnu. Vanda er formaður stærsta sérsambands á Íslandi, það þýðir ekki að bakka inn í helli og skrifa eitthvað á Facebook þegar eitthvað er erfitt. Vanda er hins vegar ekki ein um þetta.“

Hörður segir þetta hafa komið sér á óvart í starfi Vöndu.

,,Aðallega vegna þess að hún talaði allt öðruvísi í kosningabaráttunni. Þar átti nú að breyta og bæta næstum allt, að eru komnir tíu mánuðir síðan og þetta er bara eins.“

Nánari umræðu um KSÍ má sjá her fyrir neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki
Hide picture