fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Vill sjá hann yfirgefa Chelsea og hugsa um annað en seðilinn

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 19:44

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kasey Keller, goðsögn bandaríska landsliðsins, hvetur Christian Pulisic til að yfirgefa félagið sem fyrst og semja við lið þar sem hann getur verið byrjunarliðsmaður.

Pulisic fær ekki að byrja leiki Chelsea þessa dagana og hefur í raun lengi verið í vandræðum með að festa sig í sessi.

Keller telur að það séu betri möguleikar þarna úti fyrir Pulisic jafnvel þó hann fái ekki vel borgað hjá þeim félagsliðum.

,,Upphaflega þá tel ég að vandræði Pulisic hafi verið meiðsli, þetta hefur verið eitt skref áfram og tvö til baka,“ sagði Keller.

,,Hann hafði fest sig í sessi en meiddist svo. Ég hef aldrei lent í vandræðum með leikmann sem vill bara fá meira að spila.“

,,Ég geri mér grein fyrir því að það eru ekki öll lið sem borga jafn vel og Chelsea en á sama tíma þá er eitthvað sem segir þér að þú þurfir ákveðið margar mínútur.“

,,Ég var heppinn, ég átti 20 ára langan feril og ef þú ert útilieikmaður og átt 14 ára langan feril þá ertu heppinn.“

,,Viltu horfa til baka og sjá 200 leiki í heildina eða horfa til baka og sjá 500 byrjunarliðsleiki og 300 af þeim komandi inn af bekknum? Kannski sagðiru skilið við peningana en þetta er undir einstaklingnum komið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vissi nákvæmlega hvert hann myndi skjóta í gær – Hetjan í sögulegum sigri

Vissi nákvæmlega hvert hann myndi skjóta í gær – Hetjan í sögulegum sigri
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hafnar milljörðum og virðist horfa annað – ,,Hann hafði engan áhuga“

Hafnar milljörðum og virðist horfa annað – ,,Hann hafði engan áhuga“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fengu skilaboð frá þeim besta eftir að titillinn vannst – Sjáðu hvað hann birti

Fengu skilaboð frá þeim besta eftir að titillinn vannst – Sjáðu hvað hann birti
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Viðurkennir að hann sé sjálfur að heyra í liðum í Bandaríkjunum

Viðurkennir að hann sé sjálfur að heyra í liðum í Bandaríkjunum
433Sport
Í gær

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“
433Sport
Í gær

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“