fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Pétur á förum frá Vestra? – Stefnir á flutning á höfuðborgarsvæðið

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 7. nóvember 2022 11:49

Mynd: Vestri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóknarmaðurinn Pétur Bjarnason hefur óskað eftir því að yfirgefa Vestra í vetur. Hann hyggst búa á höfuðborgarsvæðinu næsta sumar. Þetta herma heimildir 433.is.

Hinn 25 ára gamli Pétur er uppalinn hjá félaginu. Hann hefur verið lykilmaður undanfarin ár.

Pétur skoraði fjögur mörk í Lengjudeildinni í sumar. Tímabilið þar áður skoraði hann ellefu mörk.

Sem fyrr segir stefnir Pétur á að flytja á höfuðborgarsvæðið næsta sumar. Vestri mun ekki standa í vegi fyrir því að hann fari í félag þar, svo lengi sem samkomulag næst á milli félaga. Pétur er samningsbundinn Vestra.

Vestri hafnaði í tíunda sæti Lengjudeildarinnar í sumar, tíu stigum fyrir ofan fallsæti.

Davíð Smári Lamude, sem hefur verið þjálfari Kórdrengja undanfarin ár, er tekinn við sem þjálfari Vestra. Ljóst er að félagið ætlar sér að gera mun betur á komandi sumri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bayern hefur mikinn áhuga en hann bíður eftir ákveðnu liði

Bayern hefur mikinn áhuga en hann bíður eftir ákveðnu liði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Máni segir erfitt að rýna í stöðuna og að við gætum vel fengið óvænta niðurstöðu

Máni segir erfitt að rýna í stöðuna og að við gætum vel fengið óvænta niðurstöðu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfesta komu Huijsen fyrir 50 milljónir

Staðfesta komu Huijsen fyrir 50 milljónir
433Sport
Í gær

„Mikilvægt að þeir kynnist mér strax svo við þurfum ekki að eyða dýrmætum tíma í það í haust“

„Mikilvægt að þeir kynnist mér strax svo við þurfum ekki að eyða dýrmætum tíma í það í haust“
433Sport
Í gær

Máni baunar á yfirvöld: 500 milljóna framkvæmd breyti ekki staðreyndum málsins – „Þetta er engum að kenna nema stjórnmálamönnum“

Máni baunar á yfirvöld: 500 milljóna framkvæmd breyti ekki staðreyndum málsins – „Þetta er engum að kenna nema stjórnmálamönnum“