fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Virðir Ten Hag en er með Ronaldo í liði – ,,Þetta er niðurlæging“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 6. nóvember 2022 20:11

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Portúgalska goðsögnin Paulo Futre hefur tjáð sig um stöðu landa síns Cristiano Ronaldo hjá Manchester United.

Ronaldo neitaði í síðasta mánuði að koma inná sem varamaður í leik gegn Tottenham en Erik ten Hag, stjóri Man Utd, vildi nota sóknarmanninn á lokametrunum.

Ronaldo tók það ekki í mál og neitaði að koma inná og var stuttu seinna horfinn og hélt til búningsklefa.

Futre er á því máli að Ronaldo hafi tekið rétta ákvörðun og að Ten Hag hafi aðeins verið að niðurlægja goðsögnina með þessari ákvörðun.

Futre er fyrrum leikmaður portúgalska landsliðsins og lék með Atletico Madrid frá 1987 til 1993.

,,Ten Hag getur ekki gert það sem hann gerði. Ég virði hann en Cristiano hefur unnið Ballon d’Or fimm sinnum,“ sagði Futre.

,,Þú getur ekki sagt Ronaldo að koma inná sem varamaður þegar tvær mínútur eru eftir. Það er niðurlæging.“

,,Ef það er kallað í Ronaldo á hann allavega að spila 20 mínútur, ekki tvær. Ef ekki þá er betra að láta hann vera.“

,,Það er verið að niðurlægja hann þarna og það er rétt hjá honum að yfirgefa bekkinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Verður sennilega áfram í Manchester eftir allt saman

Verður sennilega áfram í Manchester eftir allt saman
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja engar líkur á að Blikar klúðri verkefninu

Telja engar líkur á að Blikar klúðri verkefninu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United var til í að selja en Sancho neitar að fara

United var til í að selja en Sancho neitar að fara
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Árangur Amorim sá versti í 16 ár

Árangur Amorim sá versti í 16 ár
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“
433Sport
Í gær

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull
433Sport
Í gær

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA