fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Van Dijk segir að goðsögn Liverpool væri í stúkunni í dag en ekki í byrjunarliðinu

Victor Pálsson
Laugardaginn 5. nóvember 2022 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher, goðsögn Liverpool, myndi aldrei komast í liðið í dag að sögn varnarmannsins Virgil van Dijk.

Van Dijk ræddi við Gary Neville, fyrrum leikmann Manchester United, og samherja Carragher í enska landsliðinu.

Carragher var ekki þekktastur fyrir góða boltatækni, eitthvað sem leikmenn Liverpool þurfa á að halda í dag.

Van Dijk telur að Carragher væri ekki að spila með Liverpool ef hann væri leikmaður í dag, eitthvað sem Neville gat ekki annað en tekið undir.

,,Ekki einu sinni í leikmannahópnum, hann væri ekki einn af þessum 20. Hann væri í stúkunni,“ sagði Van Dijk.

Hollendingurinn tók þó fram að Carragher væri mjög baráttumikill og með góðan anda en tæknilega væri hann einfaldlega ekki nógu öflugur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
433Sport
Í gær

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með