fbpx
Laugardagur 26.nóvember 2022
433Sport

Kvennalandsliðið æfir á Algarve og bíður þess að fá að vita hver mótherjinn verður – Staðan á hópnum góð

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. október 2022 15:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kemur í ljós á morgun hvort íslenska kvennalandsliðið mæti Portúgal eða Belgíu í leik um sæti á HM á næsta ári. Íslenska liðið æfir á Algarve í Portúgal, þar sem það undirbýr sig fyrir leikinn.

Portúgal og Belgía leika annað kvöld. Sigurvegarinn mætir Íslandi á heimavelli í umspili um sæti á HM.

Ísland tók fyrstu æfinguna á Algarve í morgun.

„Staðan á hópnum er þokkaleg. Það er smá þreyta eftir álag undanfarið, nokkrir leikmenn að spila í deild og Meistaradeild. Það var nokkuð létt æfing hjá sumum og smá keyrsla hjá öðrum,“ segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, við KSÍ TV.

„Við erum að æfa einu sinni á dag, æfum á morgun og föstudag, tökum svo rólegan laugardag.“

Portúgal verður á heimavelli í leiknum gegn Belgíu.

„Davíð Snorri verður í Portúgal, horfir á leikinn þar. Hann kemur svo beint yfir til okkar og leikgreinir leikinn og við förum yfir það á föstudagskvöldið með leikmönnum, sýnum styrkleika og veikleika og að hluta til hvernig við ætlum að gera hlutina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skelfilegt HM fyrir þetta félagslið

Skelfilegt HM fyrir þetta félagslið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo á von á öðru risatilboði – Fyrrum leikmaður Man Utd þarf að víkja

Ronaldo á von á öðru risatilboði – Fyrrum leikmaður Man Utd þarf að víkja
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekkert óvænt í byrjunarliði Gareth Southgate – Sjáðu liðin

Ekkert óvænt í byrjunarliði Gareth Southgate – Sjáðu liðin
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrsta ungmennaþing KSÍ fer fram á sunnudag

Fyrsta ungmennaþing KSÍ fer fram á sunnudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Linda úr Lindahverfi bað um Arnór og Breiðablik svarar kallinu

Linda úr Lindahverfi bað um Arnór og Breiðablik svarar kallinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ótrúlegt myndband af Ronaldo í Katar – Kafaði í eigið klof í nokkrar sekúndur og fór svo að tyggja

Ótrúlegt myndband af Ronaldo í Katar – Kafaði í eigið klof í nokkrar sekúndur og fór svo að tyggja
433Sport
Í gær

Eiríkur setur fram ótrúlega kenningu um Björgólf Thor og David Beckham

Eiríkur setur fram ótrúlega kenningu um Björgólf Thor og David Beckham
433Sport
Í gær

Þrumuræða Renard fyrir sögulega stund nú fyrir allra augum – „Taktu mynd ef þú vilt“

Þrumuræða Renard fyrir sögulega stund nú fyrir allra augum – „Taktu mynd ef þú vilt“