fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Logi útskýrir hvað breyttist með komu Arnars í Víking – „Gæinn er bara legend“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 11:00

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Tómasson, leikmaður Íslands og bikarmeistara Víkings, var gestur í sjónvarpsþætti 433.is á Hringbraut í gærkvöldi. Þar var farið yfir víðan völl og var þjálfari hans, Arnar Gunnlaugsson, meðal annars til umræðu.

Arnar tók við Víkingi árið 2018. Síðan þá hefur gengi liðsins verið hreint ótrúlegt. Liðið hefur orðið bikarmeistari 2019, 2021 og í ár, sem og Íslandsmeistari í fyrra.

„Maður er búinn að vera í Víkingi alla ævi og að Víkingur sér orðið félag sem á að vinna titla er smá súrealískt. Ég er búinn að alast upp og horfa á Víking ekki á góðum stað. Svo kemur Arnar og frá fyrsta árinu mínu í meistaraflokki vinnur maður titil á hverju ári,“ segir Logi í þættinum.

Hann var spurður út í það hvað hafi breyst með komu Arnars.

„Trúin á að við séum að fara að vinna leiki og hvernig við spilum fótbolta. Frá fyrsta degi var hann að láta okkur horfa á hvernig City og Liverpool eru að spila, en ekki einhvern önnur lið.“

Það hafa þó komið lægðir á mögnuðum tíma Arnars hjá Víkingum. Liðið hafnaði til að mynda í tíunda sæti tímabilið 2020, tímabilið eftir að liðið varð bikarmeistari. Arnar og hans menn voru þó trúir sinni nálgun og treystu vegferðinni.

„Fyrst var þetta basl. Við vorum að tapa leikjum en að reyna að spila okkar bolta. En núna höfum við verið að fullkomna það sem hann kom með og ég er mjög ánægður að hafa verið undir honum en ekki einhverjum öðrum,“ segir Logi.

„Gæinn er bara legend. Þetta er besti þjálfari sem ég hef haft. Ég er búinn að spila nokkrar stöður hjá honum og maður gæti í raun leyst hvaða stöðu sem er því maður kann kerfið inn og út. Hann er rosalegur þjálfari.“

Þáttinn í heild má sjá hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi
Hide picture