fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Jákvæðar fréttir fyrir stuðningsmenn Arsenal – Félagið vongott um að semja við tvo lykilmenn

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 3. október 2022 13:35

Bukayo Saka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal er vongott um að gera nýja samninga við tvo lykilmenn sína á næstunni. Enskir miðlar segja frá.

Samkvæmt Daily Mail er Arsenal bjartsýnt á að semja við Bukayo Saka, einn sinn allra besta mann, um að skuldbinda sig á Emirates til framtíðar.

Samningur hins 21 árs gamla Saka rennur út eftir næsta tímabil, sumarið 2024. Arsenal vill ekki að hann fari inn á lokaár samnings síns á næstu leiktíð.

William Saliba.

Þá hefur William Saliba staðfest að hann hafi rætt við Arsenal um að gera nýjan samning. Hann ræddi við Goal.

Samningur hans rennur einnig út 2024. Frakkinn gekk í raðir Arsenal frá Saint Etienne 2019. Hann var á láni í heimalandinu fyrstu þrjú árin sín og efuðust margir um að hann myndi leika fyrir Arsenal.

Saliba hefur hins vegar farið á kostum á þessari leiktíð og er orðinn lykilmaður í vörn Arsenal. Félagið ætlar sér því að halda honum hjá sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl
433Sport
Í gær

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah sá fyrsti í sögunni

Salah sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman