fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Tómas vekur athygli á óhugnanlegu atviki – Lést eftir að hafa fengið boltann í höfuðið

Victor Pálsson
Laugardaginn 29. október 2022 15:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virkilega sorglegt atvik átti sér stað á Englandi nýlega er knattspyrnudómarinn Michael Grant lést.

Grant sá um að dæma leik í skóla í Sleaford á Englandi en um var að ræða leik í yngri flokkum.

Grant var duglegur að dæma leiki á þessu stigi og hafði gaman að en hann lést nýlega eftir að hafa fengið fasta fyrirgjöf í andlitið.

Grant lést vegna heilablæðingar en hann skilur eftir sig bæði eiginkonu og dóttur.

Ekki ósvipað atvik átti sér stað í 3. deildinni hér heima í sumar er dómarinn Tómas Meyer var fluttur á sjúkrahús í leik Augnabliks og KH.

Tómas rotaðist í þeim leik er boltanum var spyrnt í höfuð hans en atvikið átti sér stað eftir aukaspyrnu.

Sjúkrabíll var kallaður á staðinn en leikmenn liðanna voru að fara að hefja endurlífgun þegar Tómas rankaði við sér og hóf að anda á nýjan leik.

Það er einmitt Tómas sem vekur athygli á atvikinu á Englandi og skrifaði Facebook færslu sem má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Í gær

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora
433Sport
Í gær

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum
433Sport
Í gær

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard
433Sport
Í gær

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota