fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Besta deildin: Lokaumferðin er búin – ÍA fallið ásamt Leikni

Victor Pálsson
Laugardaginn 29. október 2022 14:56

Ísak í leik með Breiðabliki 2022.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er loksins staðfest að ÍA er fallið í Lengjudeildina eftir mikið bras og mikið hark á þessu tímabili.

Lokaumferð Bestu deildar karla fór fram í dag en ÍA þurfti að vinna FH með tíu mörkum til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í efstu deild.

Það var alveg ljóst að möguleikar ÍA væru engir fyrir umferðina en markatala liðsins var mun verri en markatala FH fyrir viðureign liðanna í dag.

ÍA fellur í Lengjudeildina ásamt Leikni Reykjavík en Skagamenn enda með 25 stig líkt og FH.

Eyþór Wöhler tryggði ÍA sigur á FH í dag er liðið vann 2-1 sigur en því miður dugar að ekki til og fall staðreynd.

Breiðablik var búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn fyrir löngu en spilaði við bikarmeistara Víking Reykjavíks í dag.

Eitt mark var skorað og það gerði Ísak Snær Þorvaldsson sem er á leið í atvinnumennsku nú eftir tímabilið.

Hér fyrir neðan má sjá öll úrslitin í lokaumferðinni en Óskar Örn Hauksson var til að mynda á skotskónum fyrir Stjörnuna sem vann KR 2-0.

FH 1 – 2 ÍA
0-1 Gísli Laxdal Unnarsson(’40)
1-1 Úlfur Ágúst Björnsson(’45)
1-2 Eyþór Aron Wöhler(’93)

Breiðablik 1 – 0 Víkingur R.
1-0 Ísak Snær Þorvaldsson(’39)

KA 2 – 0 Valur
1-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson(’32)
2-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson(’40)

KR 0 – 2 Stjarnan
0-1 Eggert Aron Guðmundsson(’50)
0-2 Óskar Örn Hauksson(’57)

Keflavík 4 – 0 Fram
1-0 Dagur Ingi Valsson(’35)
2-0 Patrik Johannesen(’48)
3-0 Dani Hatakka(’62)
4-0 Patrik Johannesen(’81)

ÍBV 1 – 0 Leiknir R.
1-0 Arnar Breki Gunnarsson(’87)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Í gær

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora
433Sport
Í gær

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum
433Sport
Í gær

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard
433Sport
Í gær

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota