fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Vendingar í málum Sissoko – Höfðar mál vegna fréttarinnar í morgun

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. október 2022 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Moussa Sissoko ætlar að höfða mál gegn Breska götublaðinu The Sun, fyrir frétt sem birtist í morgun.

Sissoko flutti frá London í sumar og gekk í raðir Nantes í heimalandinu. Hann lék með Tottenham og Watford og var búsettur í London í sex ár.

Í morgun sagði The Sun frá því að Sissoko hafi ekki borgað rafmagnsreikninga sína í 500 milljóna króna íbúð sinni í London. Hann skuldaði það sem nemur rúmum tíu milljónum íslenskra króna vegna þess.

Sissoko segir fréttina hins vegar ranga í færslu á Twitter-reikningi sínum.

„Þið hafið notað nafn mitt og mynd af mér vegna máls sem tengist mér ekki. Þið hafið ekki fengið þessar upplýsingar staðfestar og þetta er að valda mér og fjölskyldu minni skaða,“ skrifar Frakkinn.

Þá staðfestir Sissoko að hann muni leita réttar síns.

„Ég er að höfða mál gegn ykkur og réttlætið mun koma í ljós.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Í gær

Ummæli sérfræðingsins vekja athygli – Áttu að næla í leikmann Villa þegar goðsögnin hætti

Ummæli sérfræðingsins vekja athygli – Áttu að næla í leikmann Villa þegar goðsögnin hætti
433Sport
Í gær

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“