fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Vanda ræddi málið við Ceferin og heldur áfram í að berjast – Vonar að hróður kvenna aukist

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. október 2022 16:00

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ / ©Anton Brink 2021

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ segir frá því á vef KSÍ að hún hafi á dögunum fundað með Aleksander Čeferin forseta Evrópska knattspyrnusambandisns.

UEFA var með fundi á dögunum þar sem Vanda spjallaði við Ceferin um stöðu kvenna í stjórnum knattspyrnusambanda og félaga.

„Ég hef unnið að þessu viðfangsefni mánuðum saman og ræddi málið við forseta UEFA í apríl á þessu ári. Ég tók þetta einnig upp á fundi Norðurlandanna í ágúst og fékk fullan stuðning við að taka málið áfram á vettvangi UEFA. Við erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð hjá KSÍ þar sem 47% nefndarmanna eru konur, og svo má líka geta þess að hlutfall kvenna á meðal þingfulltrúa á ársþingum okkar hefur vaxið stöðugt síðustu ár og aldrei hafa fleiri konur setið þingið en í febrúar á þessu ári, fyrir það ber að hrósa aðildarfélögum KSÍ,“ segir Vanda á vef KSÍ.

Í framhaldi af umfjöllun um málið á fyrrgreindum fundi UEFA og aðildarlandanna var ákveðið að stofna starfshóp og strax lýstu nokkur aðildarlönd UEFA víðsvegar úr Evrópu yfir áhuga á að fá sæti í hópnum, m.a. Portúgal, sem mætti einmitt Íslandi í umspili um sæti á HM kvenna 2023 nýlega. Hópurinn hefur nú þegar verið skipaður.

„Það er einlæg von okkar hjá KSÍ og mörgum öðrum knattspyrnusamböndum að þessi vinna verði til þess að konum fjölgi í nefndum og stjórn UEFA. Raddir kvenna þurfa að heyrast þar sem ákvarðanir eru teknar og það er mín upplifun að það sé einnig vilji UEFA.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi
433Sport
Í gær

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“
433Sport
Í gær

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“