Tískutímaritið Tatler Magazine segir Mason Mount, leikmann Chelsea, vera eftirsóttasta piparsvein Bretlands um þessar mundir. Kappinn hlýtur þennan titil á forsíðu tímaritsins, en hann sat þar fyrir á dögunum.
Mount er uppalinn hjá Chelsea en braust inn í aðalliðið fyrir rúmum þremur árum, eftir að hafa verið á mála hjá Derby á láni.
Þessi 23 ára gamli leikmaður er nú að skapa sér nafn sem fyrirsæta og þykir afar vinsæll, ef ekki eftirsóttasti piparsveinn Bretlands.
Hann var í sambandi með Chloe Wealleans-Watts til fimm ára en á dögunum staðfesti hann að þau væru hætt saman. Hann er því á markaðnum.