fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Van Der Sar sagði Arsenal að hann væri ekki til sölu en seldi hann svo til United

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. október 2022 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edwin van der Sar, framkvæmdastjóri hollenska stórveldisins Ajax, viðurkennir að félagið hafi sagt Arsenal að það væri enginn möguleiki á að kaupa varnarmanninn Lisandro Martinez í sumar.

Argentínumaðurinn var sterklega orðaður við Arsenal í sumar. Hann var þó að lokum keyptur frá Ajax til Manchester United.

Kantmaðurinn Antony fór einnig frá Ajax til United í sumar. Van Der Sar segir að hollenska félagið hafi ætlað að selja hvorugan þeirra.

Lisandro Martinez.

„Það var okkar skoðun að það væri best fyrir þá báða að vera eitt ár í viðbót hjá okkur,“ segir hann í viðtali við The Times.

Van Der Sar var bæði markvörður Ajax og United á ferlinum.

„Við gáfum Arsenal hreint og beint nei þegar félagið reyndi að fá Lisandro. Við börðumst fyrir þau að halda í hann,“ segir hann enn frekar.

Martinez hefur farið afar vel af stað með United og komið mörgum á óvart í stöðu miðvarðar í ensku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli