Það hefur verið boðað til fundar á æfingasvæði Manchester United í sumar en þar munu Erik ten Hag stjóri Manchester United og Cristiano Ronaldo, framherji liðsins ræða saman.
Ronaldo var settur út úr aðalliðinu fyrir helgi vegna hegðunar hans á leik liðsins gegn Tottenham.
Ronaldo yfirgaf Old Trafford áður en leiknum lauk og var refsað, hann var ekki í hóp gegn Chelsea á laugardag,
Ensk blöð segja að Ten Hag og Ronaldo muni funda í dag um framtíðina en Ronaldo er með samning út tímabilið.
Ronaldo er 37 ára gamall og hefur verið í minna hlutverki en hann er vanur. Fundurinn gæti sagt mikið til um framtíð Ronaldo og hvort Ten Hag gefi honum tækifæri til að sanna ágæti sitt aftur innan vallar.