fbpx
Laugardagur 26.nóvember 2022
433Sport

Sævar Atli skoraði og Alfreð lagði upp – Tvær íslenskar stoðsendingar í sigri Norrköping

Victor Pálsson
Sunnudaginn 2. október 2022 22:06

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Atli Magnússon komst á blað í Danmörku í dag er lið Lyngby gerði 3-3 jafntefli við Brondby.

Sævar fékk sénsinn á 81. mínútu og var búinn að jafna metin sjö mínútum síðar í 3-3.

Alfreð Finnbogason fór af velli fyrir Sævar en hann lagði einnig upp fyrsta mark liðsins á Frederik Gytkjær.

Hákon Arnar Haraldsson lagði upp markl fyrir FC Kaupmannahöfn á sama tíma sem vann lið AGF 1-0.

Hákon kom inná sem varamaður á 38. mínútu og kom Ísak Bergmann Jóhannesson einnig inná í uppbótartíma.

Það voru einnig tvær íslenskar stoðsendingar í Svíþjóð er Norrköping vann lið GIF Sundsvall 3-1 á útivelli.

Arnór Ingvi Traustason lagði upp fyrsta mark Norrköping í sigrinum og lagði Arnór Sigurðsson upp það þriðja.

Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir Norrköping og kom Andri Lucas Guðjohnsen inná sem varamaður á 89. mínútu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Markalaust hjá Englendingum og Bandaríkjamönnum

Markalaust hjá Englendingum og Bandaríkjamönnum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skelfilegt HM fyrir þetta félagslið

Skelfilegt HM fyrir þetta félagslið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gakpo og Enner Valencia draga vagninn fyrir sín lið – Jafntefli í Katar

Gakpo og Enner Valencia draga vagninn fyrir sín lið – Jafntefli í Katar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ekkert óvænt í byrjunarliði Gareth Southgate – Sjáðu liðin

Ekkert óvænt í byrjunarliði Gareth Southgate – Sjáðu liðin