fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Mane hefur mikla trú á Liverpool – Gat ekki horft í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 17. október 2022 15:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sadio Mane var himinnlifandi með sigur Liverpool á Manchester City í gær.

Hinn þrítugi Mane yfirgaf Liverpool fyrir Bayern Munchen í sumar. Hann átti ár eftir af samningi sínum á Anfield.

„Ég er mjög ánægður fyrir hönd strákanna að hafa unnið City,“ segir Mane.

Liverpool hefur verið í vandræðum á tímabilinu og er í áttunda sæti. Ljóst er að 1-0 sigurinn á City í gær gæti þó gefið liðinu mikið.

Mane var á leið í leik Bayern gegn Freiburg þegar Liverpool og City mættust í gær.

„Ég gat ekki horft því við vorum í rútunni,“ segir Mane, en hann skoraði eitt mark í 5-0 sigri Bayern.

Senegalinn telur að Liverpool muni snúa aftur á meðal bestu liða ensku úrvalsdeildarinnar.

„Ég hef mikla trú á strákunum og þjálfarunum og held að þeir komist aftur á toppinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Tuchel telur að Foden og Bellingham geti ekki byrjað leiki saman

Tuchel telur að Foden og Bellingham geti ekki byrjað leiki saman
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti
433Sport
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans