fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Vilja ekki tjá sig 455 dögum frá handtöku Gylfa Þórs

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. október 2022 13:50

Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Manchester-svæðinu segist engar nýjar upplýsingar hafa um málefni Gylfa Þórs Sigurðssonar. 455 dagar eru síðan hann var handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

Gylfi var handtekinn þann 16. júlí í fyrra. Varð hann skömmu síðar laus gegn tryggingu.

Fregna var að vænta af málinu nú í sumar, ári frá handtöku. Það hafa hins vegar engar nýjar upplýsingar fengist um málið síðan þá.

„Það eru engar nýjar upp­lýsingar,“ segir í svari Lög­reglunnar í Grea­ter Manchester við skrif­legri fyrir­spurn Frétta­blaðsins.

Samningur Gylfa við Everton rann út í sumar. Hann hafði ekkert leikið með liðinu frá því málið kom upp.

Gylfi var um árabil landsliðsmaður Íslands. Hann hefur þó ekki heldur leikið fyrir hönd þjóðarinnar frá því málið sem um ræðir kom upp í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu