fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Tuchel væri til í að taka við enska landsliðinu – Hafnaði starfi á dögunum

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. október 2022 11:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Tuchel gæti hugsað sér að taka við enska landsliðinu einn daginn ef marka má nýjustu fréttir.

Þjóðverjinn var rekinn frá Chelsea fyrr í haust. Hann tók við liðinu á miðju tímabili 2020-2021. Hans stærsta afrek var án efa að stýra Lundúnaliðinu til sigurs í Meistaradeild Evrópu vorið 2021.

Yfirstandandi tímabil fór hins vegar ekki vel af stað og ákvað eigandi Chelsea, hinn bandaríski Todd Boehly, að láta hann fara.

Tuchel er því atvinnulaus. Honum virðist ekki liggja mikið á að taka að sér nýtt starf í þjálfun, en hann hafnaði því að taka við Bayer Leverkusen í heimalandinu á dögunum.

Tuchel er þó opinn fyrir því að þjálfa enska landsliðið í framtíðinni.

Gareth Southgate er nú landsliðsþjálfari Englands. Hann er undir nokkurri pressu. Enska landsliðið hefur ekki leikið vel undanfarið ár eða svo, allt frá því það tapaði úrslitaleik Evrópumótsins gegn Ítalíu í júlí í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Barnaperri dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga karlmanni

Barnaperri dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga karlmanni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar